Takk fyrir Herra 'Olafur Ragnar Grímsson.

Nú munaði of litlu að ömurleg ár fyrir Íslensku þjóðina hefðu orðið staðreynd.En forseta vorum ber að þakka að svo fór ekki
og eftirfylgni hans í málinu er aðdáunarverð .Við vorum svo heppin að hafa réttan mann á réttum stað á örlagastund.
Forsetinn var sannarlega síðasta Hálmstráið. Hann einn á skilið heiðurinn fyri þann skilning sem orðið hefur erlendis
á icesave máinu .takk herra Forseti.

Þjóð og Þing-rétt og rangt.

Heiðarleiki, Gegnsæji,Orðheldni,Traust og Lýðræði ... Ég hélt Þegar Ég kaus á síðasta ári að ég hefði kosið rétt,skoðaði hug minn vel leitaði að spillingarlitlum flokki því ég geri mér grein fyrir að spilling verður aldrei upprætt aðeins lágmörkuð . Vinstri grænir urðu valinu í fyrsta skipti en aðeins Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir hafa staðið undir væntingum . Í dag sé ég að Steingrímur J,er að verða eins og Ragnar Reykás og Georg Bjarnfreðarson í einni persónu, fyrir kosningar átti að fara dómstólaleiðina ,standa í lappirnar og taka slaginn jafnvel skila lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ,eftir kosningar halda í Ráðherrastólinn í kreppunni og hætta að hlusta á fólkið í landinu. Standa svo á þingi Þegar fjallað er um stóra málið sem kom þessum flokkum í ráðandi stöðu ,standa svo upp reiður með fingur á lofti eins og Georg Bjarnfreðarson og messa yfir Þingheimi og Landsmönnum að þjóðinni sé ekki treystandi.Steingrímur,Jóhanna og meðráðherrar þið getið ekki og eigið ekki að sýna Landsmönnum svona Valdahroka ,égveit að Landinn er búinn að fá nóg af slíku . Þingmenn Samfylkingarinnar segjast taka ábyrgð á Icesave skuldasamningnum og vilja ekki Þjóðaratkvæðagreiðslu hljóma líkt og Bankastjórar föllnu Bankanna sem þáðu ofur laun því ábyrgð þeirra væri svo mikil.Grátbroslegt! Þjóðin ein getur og á ein að bera ábyrgð á hvað hún hefur kosið yfir sig og hvað um hana verður. Ég skil að Landsmenn séu ráðvilltir ,hvern er að marka. Slæmir kostir í boði .Vinstri stjórn =skattar fólk fær ekki að njóta sín,allir draga úr neyslu vítahringur. Hægri stjórn=Einkavinavæðing Þjóðargersema,spilling. miðjustjórn=Evrópuvæðing,fórna sjálfstæði þjóðarinnar ,snobba fyrir erlendum þjóðum og standa ekki í lappirnar. nýr flokkur =ósamstaða og upplausnarástand. Nú hlakkar í andstæðingum Ólafs Ragnars Grímssonar. Sem vona að hann beygji sig í duftið og standi með Ríkisstjórninni og um leið á móti þjóðinni. Á sínum tíma stóð undirritaður í baráttu við spillingu í kerfinu ég leytaði til Ólafs sem þá var þingmaður . hann tók mér vel án þess að þekkja mig neitt, Fór strax í málið sem hann sagði réttlætismál og hafði fullan sigur .Ég er í ævarandi þakkarskuld við hann og hef fulla trú á honum . Flokksmaskínur ráða yfir Ráðherrum og þingmönnum enn. Í næstu kosningum fáum við sem betur fer persónukjör sem er Ástþóri magnússyni að þakka,því þó margt misjafnt megi segja um hann braut hann blað í síðustu kosningum,með því að leyfa kjósendum að ráða sætaskipan á kjörskrá.þetta er mesta lýðræði sem við höfum fengið að upplifa sem kjósendur ,og aðrir flokkar verða að hugsa sig vel um fyrir næstu kosningar því ef fyrifram ákveðnir listar með prófkjörum og smalamennsku í sambandi við þau eru á útleið og spillingarlykt af þeim. þá loksins verður fólk á þingi á eigin verðleikum og ég trúi að margir Landsmenn sem viljað hafa það fyrirkomulag hafi réttast fyrir sér. Gleðilegt ár og lifið heil. Bjarni V Bergmann.

hvar er ábyrgðin við kjósendur?

fyrir kosningar sögðust  samfylking og vinstri grænir að þeir kæmu bundnir til kosninga nú fá landsmenn að sjá hvað mikið er að marka samfylkingu.Vilji þjóðarinnar er


mbl.is Stranda ekki á Evrópumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóræningjar á Íslandi?

Ef Sjálfstæðismenn eru virkilega að standa á því að fiskurinn í Landhelgi Íslands sé eign kvótahafa þá verða þeir að viðurkenna að hafa leynt og ljóst farið á bak við Landsmenn og kvótahafa og orðnir Sjóræningjar kvótinn var aldrei hugsaður sem eign og þeir sem telja sig eiga kvóta,ég hvet þá til að Þinglýsa afsalinu fyrir honum,ef þeir hafa ekki afsal hafa þeir verið plataðir.


Sjóræningjar á Íslandi?

Ef Sjálstæðismenn eru virkilega að standa á því að fiskurinn í Landhelgi íslands sé eign kvótahafa þá verða þeir að viðurkenna að hafa leynt og ljóst farið á bak við Landsmenn og kvótahafa og orðnir sjóræningjar ...kvótinn var aldrei hugsaður sem eign og þeir sem telja sig eiga kvóta ég hvet þá til að þinglýsa afsalinu fyrir honum ef þeir hafa ekki afsal hafa þeir látið plata sig.  BvB.
mbl.is Ofbeldi og skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

spilling hér spilling þar spilling allstaðar

ég vona bara að menn fari að vakna til vitundar um spillinguna sem er í landinu og setji siðarreglur með refsiramma þegar farið er með almannafé og hlutafé hefðu þær verið til staðar þá hefði landinn heiðarlegra og sanngjarnara þjóðfélag .nú á að fara gefa aftur og við verðum víst að  treysta því að sanngirni verði meiri en síðast þegar þjóðin átti bankana .....

                BvB                               


mbl.is Var í beinu sambandi við bankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

of seint að byrgja barinn þegar barnið er dottið íða.

Þegar heill stjórnmálaflokkur biðst afsökunar á efnahagshruninu vitandi að þeirra stefna beinlínis gekk út á einkavinavæðingu sem síðar leiddi til hruns þar sem aldrei var hugsað út í aukið fjármálaeftirlit þar sem Ráðherrar sem réttu sínum mönnum bankana vildu ekki auka eftirlit með sínum mönnum...Örfáir aðilar að eignast landið og miðin er það í lagi?  Sem betur fór tókst það ekki og samfélagið setur traust sitt á þing sem reynir að auka lýðræði og setja mjög skýrar reglur sem erfitt er að brjóta m.a skráðar siðareglur því svona má ekki koma fyrir aftur.Þingmenn sjálfstæðisflokksins þegar einhver er að taka til er gott að hafa í huga hver sóðaði út og vera jafnvel þakklátur fyrir að þurfa ekki að standa í því sjálfur .    Bjarni V Bergmann


mbl.is Vilja vísa stjórnarskrármáli frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing um frelsi og einstaklingskosningar.

Fyrir tæpum tuttugu árum var gott að búa á Íslandi eins og ávallt reyndar,forfeður okkar höfðu byggt upp öflugt samfélag sem eftir var tekið víða um heim,talað var um lífeyrissjóðskerfið sem hreina snilld og félagslega kerfið líka.Ríkið áttimörg öflugustu fyrirtæki landsins m.a bankana,áfengisframleiðsluna ,Áburðarverksmiðjuna,Póstinn,Símann og fl og fl.Sum þessara fyrirtækja voru ávallt rekin með hagnaði önnur ávallt með tapi eins og td.Spítalarnir,leikskólarnir,hælin og fleiri stofnanir.Plúsar og mínusar en leitast var við að láta dæmið ganga upp.Aðalinnkoma Íslands var eins og ávallt fiskurinn,sem hefur alltaf hjálpað landinu mest,en gott fólk með hag landsmanna í fyrirrúmi stjórnuðu.Hlutirnir í föstum skorðumog engum datt í hug að umbylta Þjóðfélaginu.Ýmsir gallar voru í gamla daga spilling var vitaskuld til,ef fólk vildi fá lán í banka var gott að vera flokki sem var í stjórn,sjónvarpið var og er kapítuli út af fyrir sig en landsmenn áttu allt saman fiskimiðin,Ríkisfyrirtækin,virðingin fyrir náunganum var meiri við vorum hluti af sömu fjölskyldu.Svo fór að bera á öðrum hugsunarhætti einkavæða Ríkiseigur svo skuldastaðan yrði betri en menn urðu að fara varlega í að selja fólki þá hugmynd því Íslendingar áttu verðmætustu eignirnar saman. Ríkið var bæði gott og slæmt og í vissri fjarlægð frá fólkinu.Menn sem vildu selja sameignir þjóðfélagsins bentu á gallana sem voru m.a bjórleysi,miklar erlendar skuldir ríkisins samkeppnisleysi og fleiri galla sem vissulega voru til staðar, þeir sem voru á móti einkavæðingu bentu á að gjöld í velferðarkerfinu myndu hækka eða allt það sem ríkið hafði niðurgreitt ,ef einkavæða átti aðallega ríkisfyrirtæki sem ávallt voru rekin með hagnaði,bankarnir voru vissulega fyrirtæki sem rekin voru með hagnaði og með því að einkavæða þá myndu skuldir landsmanna mynnka mikið því opinberar tölur um skuldir ríkissins lágu hjá bönkunumsem áttu flestar eignir landsins en líka flestar skuldir landsins og með því að selja þá losnaði ríkið við mikið af "skuldum".Vissir menn voru duglegri en aðrir að selja fólki hugmyndina með þeim orðum að frjálsa kerfið sæi um sig sjálft og þyrfti aldrey utanað komandi hjálp hæfustu lifa og þar fram eftir götunum.Meirihluti fólksins samþykkti frjálshyggjuna enda margir góðir hlutir í því kerfi, en vand með farið.Enda byrjuðu menn vitlaust og sér ekki fyrir endann á því tæpum tuttugu árum síðar.Gallar á stjórnkerfinu komu í ljós strax þá ,en þeir sem fóru með stjórn landsins komust að samkomulagi um að skipta á milli sinna flokka bestu bitunum,flýttu sér í krafti meirihluta á þingi að einkavæða Lands og Búnaðarbanka ekki var hugsað út í að tvískipta bönkunum í annarsvegar fjárfestingabanka og hinns vegar sparifjárbanka ekki var heldur reynt að selja þá í fleiri einingum eða til annara en stjórnarflokkanna aðrir áttu ekki möguleika,en í dag vita þeir sem vilja að ef samkeppni á að virka í litlu þjóðfélagi veða helst að vera tíu mismunandi aðilar í sama rekstri.Ráðamennirnir okkar flýttu sér svo mikið að einkavæða að td.listaverkasafn Landsbankanns gleymdist í gerðum samningum og venjulegt fólk varð hugsi um hvaða valdapólitík væri kominn af stað ,þetta endurspeglaðist á flokksþingum stjórnarflokkanna í stað skoðanafrelsis var kominn formanns ótti og viðhlæjendur.        Fólk að reyna að komast í kjötkatlana án þess að rugga bátnum,ef fólk hafði ekki viðurkennda skoðun innan flokksins átti viðkomandi ekki séns,græðgin ríkjandi og hroki manna sem náð höfðu sér í góða bita vildu meira og þar sem bestu fyrirtækin fóru til flokksgæðingja og umsvifin í kringum bankana jukust jafnt og þétt vissu menn að eftirlitið með þessum fyrirtækjum þyrfti að aukast "fjármálaeftirlitið"en hugsandi fólk vissi vel að það lá að rétta þessum aðilum bankana og ráðamenn vildu ekki of mikið eftirlit með sínu fólki og ekkert var gert...   Nú vill almenningur velja fólk á þing burtséð frá flokkum,fólk sem því finnst hæfast og ber þá persónulega ábyrgð á setu sinni á þingi,það vil ég meina að sé lýðræði og frelsi í réttum skilningi,fólk sem er að kjósa líður líkt og td.landsliðsþjálfara í fótbolta sem velur sitt lið og við drögum ekki í dilka lengur því þetta er landsliðið okkar burtséð hvar í flokki það stendur.Ef við snúum dæminu við fyndist fólki mjög skrítið ef við hefðum fyrirkomulagið hjá landsliðinu þannig að td.Breiðablik og Kr væri landsliðið okkar næstu fjögur árin(með fullri virðingu fyrir þeim liðum)eflaust gott lið en hægt að gera betur. Það er gott fólk í öllum flokkum á íslandi og við hljótum að geta staðið saman sem ein heild.    

                                                                                                   Bjarni V Bergmann


Hvar er ábyrgðarkenndin við kjósendur

Mér finnst ótrúlegt siðleysi ríkja hjá flestum Þingmönnum Stjórnarflokkana.Kjósendur eiga um sárt að binda,orsökin meiri og minni siðblinda þar sem engin vill bera ábyrgð .eitthvað hefðu ráðherrarnir sagt ef bankastjórarnir hefðu streitst á móti yfitöku bankanna.Allir ráðamenn okkar eru undir sama hatti hjá þjóðinni,og alger hroki og ábyrgðarleysi að ætla að sitja áfram með ónýtt umboð.
mbl.is Kosningar væru glapræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Bjarni Bergmann Vilhjálmsson

Höfundur

Bjarni Bergmann Vilhjálmsson
Bjarni Bergmann Vilhjálmsson
hefur lengi fylgst med af kantinum og vill betra ísland meiri sidferdiskennd.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband